Happapissuprófið!

Happapissuprófið!

Venjulegt verð 350 kr Á útsölu

Mældu þína heppni með happapissuprófi Smára Laufdal. Prófið er sérhannað af færustu vísindamönnum og sérfræðingum landsins og segir með afar nákvæmum hætti til um hversu heppin/-n viðkomandi er*.

Hér getur þú kannað pissuprófið betur.

Leiðbeiningar:

  1. Taktu strimilinn
  2. Settu þig í jákvæða stellingu
  3. Miðaðu vel
  4. Pissaðu hægt en ákveðið á prófið
  5. Bíddu í eina mínútu
  6. Berðu niðurstöðuna saman við litaspjaldið sem fylgir.

*Þetta próf er til gamans gert.

Niðurstöður:

11% - mjög heppin/-n
41% - frekar heppin/-n
37% - hvorki heppin/-n né óheppin/-n
9% - frekar óheppin/-n
1% - mjög óheppin/-n

Stærsta heppnisrannsókn

Niðurstöður úr stærstu heppnisrannsókn sem gerð hefur verið á Íslandi voru kynntar fyrir skömmu. Í ljós kom að aðeins 11% Íslendinga telja sig mjög heppna. Flestir töldu sig frekar heppna eða hvorki né. Þá kom í ljós að gráhærðir eru heppnari en aðrir og konur eru heppnari en karlar. En hversu heppin ert þú í samanburði við aðra Íslendinga?